Malbikað á Biskupstungnabraut

Í dag verða malbikunarframkvæmdir á Biskupstungnabraut, bæði við Reykholt og Borg í Grímsnesi, og má búast við umferðartöfum vegna þessa.

Malbikaðar báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Reykholt, austan við hringtorg hjá Bjarkarbraut. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 til kl. 13:00.

Einnig er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 12:00 til kl. 22:00.

Fyrri greinEmil og Ragnar í æfingahóp ásamt Collin og Danero
Næsta greinSellerísafi