Málþingi frestað vegna slæms veðurútlits

Málþingi um stöðu fámennra byggða sem vera átti í Ketilási í Fljótum nk. laugardag hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár.

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands hafa sent frá sér viðvörun vegna veðurútlits um helgina. Á laugardag má búast við norðaustan hvassviðri eða stormi við austur- og norðurströndina ásamt talsverðri ofankomu.

Færð getur spillst á skömmum tíma og lítið eða ekkert ferðaveður verður víða um land.

Fyrri greinJón Örn og Haukur tilnefndir
Næsta greinGuðmundar minnst í kvöld