Málþing um stefnumótun í málefnum fatlaðra

Stjórn þjónustusvæðis og þjónusturáð málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi mun halda málþing föstudaginn 17. febrúar frá kl. 10-14.

Málþingið fer fram í sal Karlakórs Selfoss að Eyrarvegi 67.

Þar mun Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í föltunarfræðum kynna hugmyndafræði og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og María Kristjánsdóttir formaður þjónusturáð mun fara yfir stöðu málaflokksins á Suðurlandi.

Málþingsgestum verður síðan skipt niður í hópa þar sem unnið verður með fjögur umræðuefni: búsetuþjónusta, atvinnumál, þjónusta við fjölskyldur og félagsþjónusta. Boðið verður upp á léttar veitingar í hádeginu.

Skráning fer fram á heimasíðu sambands sunnlenskra sveitarfélaga, www.sudurland.is, fyrir 15. febrúar nk. Allir sem áhuga hafa að koma að þessari vinnu eru hvattir til að mæta.