Málþing um eflingu búskapar í Skaftárhreppi

Sunnudaginn 27. mars kl. 13:00 halda Samtök ungra bænda og Atvinnumálanefnd Skaftárhrepps málþing í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri um eflingu búskapar í Skaftárhreppi.

Málþingið ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á landbúnaði og annt er um byggðaþróun í hreppnum.

Spennandi tækifæri liggja í landbúnaði á Íslandi. Skaftárhreppur er dæmi um landbúnaðarauðlind þar sem mikið er af vannýttum tækifærum. Á málþinginu verður farið yfir nýtingu lands í hreppnum og tækifæri sem liggja í einstaka framleiðslugreinum, ásamt því að bent verður á raunhæfar leiðir til nýliðunar á bújörðum.

Málþinginu stjórnar Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps.

Dagskrá:
13:00-13:10 Setning. Helgi Haukur Hauksson, formaður Samtaka ungra bænda.
13:10-13:40 Yfirlit um stöðu Skaftárhrepps; samfélagsgerð, atvinnugreinar, landgæði og nýtingu bújarða. Margrét Ólafsdóttir.
13:40-13:50 Matvælaframleiðsla á krossgötum. Myndband sem framleitt var fyrr á árinu og sýnt við setningu Búnaðarþings.
13:50-14:10 Kaffihlé
14:10-14:30 Sauðfjárrækt; staða og horfur. Helgi Haukur Hauksson.
14:30-15:00 Framleiðsla á olíurepju; staða og horfur. Örn Karlsson og Jón Bernódusson.
15:00-15:30 Landbúnaður samhliða ferðaþjónustu. Arnheiður Hjörleifsdóttir.
15:30-16:00 Leiðir til nýliðunar í landbúnaði. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir.
16:00-16:20 Umræður; spurningar til fyrirlesara.
16:20-16:30 Samantekt og slit.