Makaskipti halda uppi markaðinum

Makaskipti eru þunginn í þeim fasteignaviðskiptum sem eiga sér stað í Þorlákshöfn núna.

Það á reyndar við flestum svæðum landsins, segir Guðbjörg Heimisdóttir hjá Fasteignasölu Suðurlands. Guðbjörg segir að ástandið hafi verið með svipuðum hætti það sem af er árinu en hún taldi að makaskipti næðu til 80 til 90% af viðskiptum hjá þeim.

,,Það er auðvitað mikill hægagangur á öllu og þar skiptir mestu hvernig bankarnir bera sig að. Því miður hafa ýmsir þættir verið til að torvelda sölu á markaðinum,“ sagði Guðbjörg. Hún nefndi sem dæmi að nú væru að koma upp vandamál vegna veðflutninga á milli svæða sem væru ný vandamál.

Þá blasti við að úrræði væru oft ekki til staðar þó þau hefðu verið kynnt. Þannig hefðu einstaklingar sem ættu tvær eignir átt að eiga kost á því að losa sig við aðra eignina án þess að bera skaran hlut frá borði en svo virðist sem dráttur sé á því. ,,Þá er ljóst að dýrari eignir sitja mun lengur inni en áður,“ sagði Guðbjörg.

Fyrri greinHamar tapaði fyrir botnliðinu
Næsta greinEldglæringarnar stóðu undan bílnum