Magnús Kjartan með gítarinn á sundlaugarbakkanum

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Í kvöld verður opið til klukkan 22:00 í Sundhöll Selfoss og boðið verður upp á lifandi tónlist á sundlaugarbakkanum.

Þar mun gítarleikarinn og söngvarinn góðkunni, Magnús Kjartan Eyjólfsson, mæta með hljóðfærið sitt og flytja ljúfa og sígilda jólatónlist.

Íbúar Árborgar eru hvattir til þess að hvíla sig aðeins á jólaundirbúningnum og eiga notalega kvöldstund í Sundhöll Selfoss.

Fyrri greinPólska sendiráðið færir Vallaskóla bókagjöf
Næsta greinStórkostleg jólasýning fimleikadeildar Selfoss