Magnús Ingberg býður sig fram til forseta

Magnús Ingberg Jónsson. Mynd úr safni.

Magnús Ingberg Jónsson, verktaki á Selfossi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands og safnar nú meðmælendum vegna framboðsins.

Magnús, sem er frá Svínavatni í Grímsnesi, er 50 ára gamall, giftur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og saman eiga þau fimm börn.

Magnús gaf einnig kost á sér fyrir forsetakosningarnar árið 2016 en náði þá ekki tilskyldum fjölda meðmælenda.

Frambjóðendur þurfa að hafa skilað meðmælendaskrá fyrir miðnætti þann 19. maí næstkomandi.

Fyrri greinSigursveinn ráðinn aðstoðarskólameistari
Næsta greinLyngheiðin tekin upp í sumar