Magnús hættur við forsetaframboð

Magnús Ingberg Jónsson. Mynd úr safni.

Magnús Ing­berg Jóns­son hefur á­kveðið að draga fram­boð sitt til for­seta Ís­lands til baka en hann stað­festi þetta í sam­tali við Frétta­blaðið i gær.

„Söfnunin sem fór af stað um daginn, þegar ég hóf framboðið, hún gengur ekki vel,“ segir Magnús en frambjóðendurnir þurfa að safna að lágmarki undirskriftum 1.500 stuðningsmanna framboðsins.

„Miðað við gang mála í þessari raf­rænu söfnun þar sem ég ætlaði ekki að safna neinu skrif­legu nema það hafi sér­stak­lega verið óskað eftir því af við­komandi aðilum, að þá er í rauninni þessu fram­boði sjálf­lokið,“ segir Magnús en undir­skrifta­söfnuninni lýkur næsta þriðju­dag.

Magnús bauð sig einnig fram til for­seta árið 2016 en náði þá ekki tilskildum fjölda undirskrifta.

Frétt Fréttablaðsins

Fyrri greinAnna Björk semur við Selfoss
Næsta greinAusturvegi lokað við Rauðholt