Magnað sólsetur á Selfossi – Myndband

Sólin sló gullnum geislum sínum á Selfyssinga á tólfta tímanum í gærkvöldi. Margir tóku upp myndavélarnar til þess að mynda glæsilegan kvöldroðann.

Líklega fóru þó fáir jafn hátt og Halldór Árnason hjá IceDrones á Selfossi en hann hóf myndavéladróna á loft í 300 m hæð yfir bænum og útkoman var ekki af verri endanum.

Selfossbær skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni og ekki slæmt að hefja Kótelettuhelgina á svona fallegu kvöldi.

Halldór tók myndbandið hér að neðan á drónann en undir hljómar lagið Selfoss með hljómsveitinni GusGus.

Góða helgi.

Fyrri greinSaman í saumaklúbbi í 70 ár
Næsta greinFrábær stemmning á Kótelettunni