
Fjallvegur F210 um Fjallabak syðra er ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytingar á árfarvegi á svæðinu.
Leiðin um Mælifellsand, frá Hólmsá að Mælifelli, er illfær og eru vegfarendur beðnir um að virða tilmæli Vegagerðarinnar um að fara ekki inn á svæðið.
Að sögn G. Péturs Matthíassonar, forstöðumanns samskiptadeildar Vegagerðarinnar, hafa litlir jeppar, og reyndar stærri líka, verið að lenda í vandræðum á svæðinu. Ekkert símasamband er á svæðinu þar sem bílar eru að festast.
G. Pétur segir að vegfarendur verði líka að huga að vatnavöxtum almennt, sem geta víðar leitt til vandræða fyrir ökumenn.
