Maðurinn laus úr haldi

Frá leitinni við Ölfusá í nótt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rúmlega tvítugur karlmaður sem handtekinn var í nótt vegna útkalls á Ölfusá hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að maðurinn hafi kannast við að hafa hringt eftir aðstoð lögreglu vegna málsins og gaf sínar skýringar á útkallinu.

Málið telst upplýst og fer nú sína leið til ákæruvalds til ákvörðunar um framhald þess.

Fyrri greinBaldvina ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar
Næsta greinHamar og Þór með sameinað kvennalið