Maðurinn laus úr gæsluvarðhaldi

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Erlendur karlmaður, sem handtekinn var í Þorlákshöfn að kvöldi síðastliðins sunnudags og úrskurðaður í gæsluvarðhald til kl. 18:00 í dag, var látinn laus að lokinni yfirheyrslu upp úr kl. 14:00 í dag.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að ekki hafi þótt ástæða til að hafa manninn í haldi lengur. Hann hefur neitað sök.

Konan sem hann er talinn hafa stungið með hnífi er útskrifuð af sjúkrahúsi og dvelur nú hjá venslafólki.

Rannsókn málsins heldur áfram, meðal annars með úrvinnslu gagna.