Maðurinn fundinn heill á húfi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maðurinn sem leitað hefur verið að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi er fundinn heill á húfi.

Hann er nú á leið til byggða með björgnarsveitarmönnum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er leitarmönnum og öllum þeim sem aðstoðað hafa við verkefnið þakkað kærlega fyrir þeirra framlag.

Á annað hundrað leitarmanna voru við leit og fleiri á leið á vettvang til aðstoðar.  Þeim hefur nú verið snúið frá og eru væntanlega á heimleið í dag.

Fyrri greinLeitað að manni í Stafafellsfjöllum
Næsta greinStyttubandalagið vill styttu af Agli Thor