Maðurinn fannst heill á húfi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maðurinn sem leitað var að á Vatnajökli fannst klukkan 2:42 í nótt og amaði ekkert að honum. Maðurinn var fluttur niður jökulinn í snjóbíl og allir hópar björgunarfólks var sendur niður af jöklinum nema sleðahópur frá Höfn sem leitaði skjóls og hvíldar í skálanum á Grímsfjalli.

Björgunarsveitir eru nú á heimleið og þær sunnlensku, frá Hellu og Hvolsvelli, væntanlega við það að komast í hús.

Fyrri greinBjörgunarsveitir kallaðar til leitar á Vatnajökli
Næsta greinAfar vanmetið hvað ég er fyndinn