Maðurinn ekki alvarlega slasaður

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er maðurinn sem festi höndina í heyvinnuvél í Grímsnesinu í gær ekki talinn alvarlega slasaður.

Slysið átt sér stað síðdegis í gær en maðurinn var að stilla beisli rúllubindivélar og klemmdi handlegginn og festist þegar festing í beislinu gaf sig.

Viðbragðsaðilar losuðu manninn úr vélinni og var hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrastofnun.

Fyrri greinAndri Már sigraði á Hvaleyrinni
Næsta greinBirgir í 1. sæti hjá Miðflokknum