Maður fannst látinn á Selfossi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á bak við verslunarhúsnæði á Selfossi fyrr í vikunni.

Ekki er talið að andlátið hafi orðið með saknæmum hætti.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi sé með málið til rannsóknar og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fyrri greinAukin rafleiðni í Markarfljóti
Næsta greinVeggjalist Þórönnu prýðir opin svæði