Maðurinn fannst látinn

Fimmtugur karlmaður sem leitað var á Rangárvöllum í gær fannst látinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli.

Maðurinn hafði ætlað að hlaupa í gærmorgun frá Selsundi við Heklurætur niður á Hellu um 25 km leið.

Þegar hann skilaði sér ekki á áfangastað á þeim tíma sem hans var vænst var farið að grennslast fyrir um hann. Síðdegis voru björgunarsveitir kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar auk leitarhunda. Tóku um 70-80 manns þátt í leitinni. Maðurinn fannst síðan rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en talið er að hann hafði orðið bráðkvaddur.

Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Fyrri greinHlynur og Herbert sigruðu
Næsta greinEinn sviptur ökuréttindum