Maður í sjálfheldu við Skaftafellsjökul

Mynd úr safni. Ljósmynd/Kyndill

Uppúr hádegi í dag voru björgunarsveitir á Suðausturlandi kallaðar út vegna erlends ferðamanns sem hafði hrasað í skriðu við Skaftafellsjökul.

Maðurinn rann og nam staðar á syllu rétt fyrir ofan straumharða á.

Björgunarsveitarfólk og nærtækir leiðsögumenn voru komnir á vettvang klukkan hálf eitt og eru búin að koma upp tryggingum til að tryggja öryggi sitt og mannsins. Þeir eru byrjaðir að hífa manninn upp.

Björgunarsveitarmenn frá Öræfum, Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri ásamt sjúkrafluttningamönnum, lögreglu og leiðsögumönnum af svæðinu eru á vettvangi.

Fyrri greinTrylltir fönkslagarar og mjúkar jazzmelódíur
Næsta grein„Orkan og handboltinn – þetta var alvöru“