Maður féll í Gullfoss

Maður féll í efri fossinn í Gullfossi laust fyrir klukkan fimm í dag. Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út ásamt öllu tiltæku liði lögreglunnar og björgunarsveita á svæðinu.

TF-LIF fór í loftið klukkan 17:13 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Ákveðið var að senda aðra þyrlu af stað með sérhæfða björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fór hún í loftið klukkan 17:37. Búist var við að hún kæmi á vettvang um sexleytið.

Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi.

UPPFÆRT KL. 18:09

Fyrri greinNorræna vistræktarhátíðin í Ölfusi um helgina
Næsta greinÞrjú mörk Rangæinga á lokakaflanum – Árborg gerði jafntefli