Maðurinn fannst í svefnpoka

Björgunarsveitir hafa fundið manninn sem var í villum á Fimmvörðuhálsi. Var hann staddur ofan í gili, ekki langt frá Fimmvörðuskála sem er efst á hálsinum.

Ekki væsti um manninn, var hann búinn að tjalda og koma sér ofan í svefnpoka.

Ríflega 100 manns frá björgunarsveitunum voru við leit þegar maðurinn fannst en auk sveita af Suðurlandi voru björgunarmenn á vélsleðum og snjóbílum út Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu kallaðir út.

Fyrri greinTveir vinningshafar í smásagnasamkeppni
Næsta greinLengja þarf afgreiðslutíma heilsugæslustöðvar