Maðurinn enn á gjörgæslu

Maðurinn sem kastaði sér í Ölfusá eftir að hafa ekið bíl sínum á handrið við Ölfusárbrú í síðustu viku er enn á gjörgæslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Maðurinn ók bíl sínum á vegrið norðan við Ölfusárbrú á miðvikudagskvöld í síðustu viku og endaði bifreiðin utan í handriðinu inni á brúnni.

Maðurinn fór út úr henni og stökk í ána en var bjargað á land af björgunarsveitarmönnum skömmu síðar. Hann var þá meðvitundarlaus en björgunarsveitarmenn endurlífguðu hann áður en hann var fluttur með þyrlu á slysadeild í Reykjavík.

Fyrri greinAlmannavarnafundur í Hveragerði í kvöld
Næsta greinLögreglan kyrrsetti hestakerru