Mælt fyrir hænsna-lottóvelli Stað

Danir frá Borgundarhólmi sem þessa dagana eru í heimsókn á Eyrarbakka komu í Félagsheimilið Stað í gærmorgun og mældu fyrir „lottóvelli“ við húsið.

Danirnir, Jens Hansen og Ole Simonsen, eru sérfræðingar í „hænsnalottói“ sem er mjög vinsælt á Borgundarhólmi og fulltrúar frá Eyrarbakka upplifðu í heimsókn þangað í fyrra.

Lottóvöllurinn verður tilbúinn í vor og víst er að hann verður kærkomin viðbót við hænsnalífið og menninguna á Eyrarbakka. Þar hefur íslensku landnámshænunum verið gert hátt undir höfði, sérstaklega á Aldamótahátíðunum þar sem fallegustu hænsnapörin í þorpinu hafa verið gefin saman.

Auk þess að mæla út völlinn sýndi Siggeir Staðarhaldari þeim framkvæmdirnar við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum sem er mögnuð og margþætt framkvæmd en útsýnispallurinn mun nýtast sem stúka við lottóvöllinn.

Fyrri greinIngólfur hefur vetursetu í Sandvíkurhreppi
Næsta greinÞór og Hamri spáð 7. sæti