Mæla ekki með lengri opnunartíma

Bæjarráð Ölfuss samþykkti í gær að mæla ekki með lengri opnunartíma Viking Pizza í Þorlákshöfn sökum mikillar nálægðar við íbúðahverfi.

Fyrir fundi bæjarráðs lá ósk frá sýslumanninum á Selfossi eftir umsögn sveitarfélagsins á umsókn staðarins um breyttan opnunartíma. Um er að ræða brætingu á veitingaleyfi í flokki II yfir í flokk III sem kallast umfangsmikill áfengisveitingastaður með opnunartíma til kl. 01 alla virka daga og 03 aðfaranótt laugardags og sunnudags og almennra frídaga.

Fyrir fundinum lá afstaða hluta nágranna var ekki sátt meðal þeirra um lengingu opnunartímans. Bæjarráð samþykkti því samhljóða að mæla ekki með lengri opnunartíma staðarins.

Fyrri greinKonubókastofan einnig tilnefnd
Næsta greinAuglýst eftir umhverfisfulltrúa