Mætið með skóflurnar!

Fyrsta skóflustungan að nýjum göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar verður tekin föstudaginn 7. september nk. kl. 17 vestan við Stokkseyri.

Í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins eru íbúar hvattir til að fjölmenna, gjarnan með eigin skóflur, og marka þannig upphaf að nýrri tengingu milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Kaffi og kleinur að verki loknu.