Mælingar á neysluvatni

Á fimmtudaginn, 26. maí, mun heilbrigðisfulltrúi vera í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og meta neysluvatn.

Hægt er að koma með neysluvatn til rannsóknar í félagsheimilið á morgun og fyrripart fimmtudags.

Mælt verður fyrir leiðni og sýrustigi í vatninu og út frá þeim mælingum metið hvort gera þurfi frekari aðkallandi mælingar.Íbúar Skaftárhrepps, sem ekki eru á samveitu Kirkjubæjarklausturs, eru sérstaklega hvattir til að notfæra sér þetta.

Neysluvatnssýni er hægt að taka í vel skolaða 1/2 lítra gosflösku, merkja nafni, símanúmeri og sýnatökustað(heimilisfangi). Ef ekki er hægt að skila inn sýnum á fjöldahjálparstöðina er hægt að óska sérstaklega eftir að sýni verði tekin hjá viðkomandi. Hægt er að senda slíka beiðni til Heilbrigðiseftirlitsins á netfangið hs@sudurland.is eða í síma 480 8220.

Allar frekari upplýsingar veitir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

http://www.heilbrigdiseftirlitid.is/2011/05/maelingar-a-neysluvatni/