Fyrr í kvöld var björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri kölluð út vegna þriggja kvenna í sjálfheldu.
Um var að ræða móður með tvær dætur en þær voru á gangi við Stjórnarfoss rétt austan við Klaustur þegar þær komust í aðstæður sem þær gàtu ekki losað sig úr.
Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu mæðgurnar niður.