Lýst eftir vitnum í Njálsbúð

Ungur maður var sleginn í andlitið á dansleik í Njálsbúð um klukkan tvö aðfaranótt laugardags.

Í tengslum við það mál lýsir lögreglan á Suðurlandi eftir vitnum að árásinni.

Aðdragandi árásarinnar mun hafa verið sá að ungi maðurinn var að koma af snyrtingunni þegar hann rakst utan í mann sem brást illa við. Þriðja manninn bar að sem sló unga manninn eitt högg í andlitið og lét sig svo hverfa.

Fyrri greinLögreglan flutti mann á sjúkrahús
Næsta greinÍ óleyfi að horfa á Nelson