Lýst eftir vitnum að líkamsárás

Klukkan 01:43 aðfaranótt mánudags var tilkynnt um líkamsárás inni á skemmtistaðnum 800 bar á Selfossi.

Þar hafði ungur lágvaxinn, ljóshærður maður slegið annan hnefahöggi í andlitið þar sem hann var á dansgólfinu. Sá sem varð fyrir högginu mun hafa nefbrotnað.

Árásarmaðurinn var farinn af staðnum þegar lögreglan kom þar. Maðurinn ásamt öðrum hafði verið til leiðinda á staðnum og reynt að stofna til óláta.

Lögreglan á Selfossi biður þá sem voru vitni að árásinni að hafa samband í síma 480 1010.