Lýst eftir Viktori Sigvalda

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Viktori Sigvalda Björgvinssyni. Hann fór frá sumarbústað í Landbroti um þrjú leytið í nótt.

Viktor er 19 ára ljóshærður 1,75 cm á hæð og grannvaxinn. Hann var klæddur í þverröndótta dökkgráa bómullarskyrtu, dökkbrúnar flauelsbuxur og strigaskó.

Ef einhver hefur orðið var við ferðir Viktors í nótt eða í morgun, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4110.