Lýst eftir stúlku

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Nubia Silva, 15 ára, til heimilis á Hvolsvelli. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á föstudagskvöld.

Nubia Silva er er tæpir 160 cm á hæð, grannvaxin með dökkt sítt hár. Ekki er vitað með vissu hvernig hún var klædd. Talið er að Nubia sé á höfuðborgarsvæðinu.

Þeir sem hafa orðið varir eða vita um ferðir hennar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110.