Lýst eftir stolnum síma

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu fyrr í kvöld um þjófnað á LG-S farsíma hjá starfsmanni Samkaup Strax á Flúðum.

Starfsmaðurinn saknar símans sárt þar sem hann innihélt myndir af dóttur hans sem er látin.

Vill lögregla því biðla til þess sem tók símann ófrjálsri hendi eða ef einhver hefur fundið símann (þar sem sá sem tók hann hafi hent honum frá sér) um að skilja símann eftir þar sem eigandi gæti vitjað hans.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að sé það gert muni málið þá ekki hafa frekari eftirmála.

UPPFÆRT 01/08/2016 KL. 17:05: Síminn ku vera kominn í réttar hendur.