Lýst eftir ökumanni

Rétt fyrir klukkan fjögur í gærdag, sunnudag, valt bifreið á Þrengslavegi neðan við Skóghlíðarbrekku.

Skömmu áður hafði stórri hvítri fjölskyldubifreið verið ekið framúr bifreiðinni sem valt.

Lögreglan á Selfossi biður ökumann þeirrar bifreiðar að hafa samband í síma 480 1010.