Lýst eftir ökumanni jeppa

Rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt síðastliðins sunnudags varð árekstur á gatnamótum Eyravegar og Suðurhóla á Selfossi.

Þar var grænum eða bláum Nissan Patrol ekið vestur Suðurhóla og lenti hann á hægra afturhorni hvíts Toyota Avensis sem var ekið norður Eyraveg.

Ökumaður Patrols jeppans hélt áfram suður Eyraveg áleiðis að Eyrarbakka án þess að stöðva og huga að ökumanni Toyotunnar.

Lögreglan biður ökumann Patrol jeppans að hafa samband í síma 480 1010.