Lýst eftir ökumanni dökkrar fólksbifreiðar

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir ökumanni dökkrar fólksbifreiðar sem ók eftir götu við bifreiðastæði á milli Iðu og Odda, aðalbyggingar FSu, á milli klukkan 19 og 20 þriðjudaginn 23. október síðastliðinn.

Bifreiðin lenti utan í konu sem var á reiðhjóli á leið suður eftir götunni. Konan féll af hjólinu og slasaðist lítillega. Mjög mikilvægt er að ökumaðurinn gefi sig fram við lögreglu til að hægt sé að sinna tryggingamálum ef til þess kemur vegna meiðsla konunnar.

Ekki er víst að ökumaðurinn hafi orðið var við óhappið og því biður lögreglan þann sem þetta getur átt við að hafa samaband í síma 480 1010.

Fyrri greinEgill vann brons á Opna sænska
Næsta greinEllefu í framboði í flokksvali Samfylkingar