Lýst eftir Guido Varas

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir dreng á fjórtánda ári, Guido Javier Japke Varas, sem saknað hefur verið síðan á miðvikudag.

Síðast var vitað af honum á Höfuðborgarsvæðinu í gær.

Guido er 175 cm á hæð, grannvaxinn, dökkhærður og brúneygur. Lögreglan biður þá sem vita um Guido að hafa samband í síma 4884110.

UPPFÆRT KL. 22:16:
Guido er kom­inn í leit­irn­ar og lög­regl­an á Hvolsvelli þakk­ar al­menn­ingi fyr­ir þær fjölmörgu ábendingar sem bárust.

Fyrri greinRaw rabarbara- og jarðarberjakaka
Næsta greinEystri-Rangá komin í 2. sætið