Lýst eftir Einari Má

Lög­reglan á Suður­landi aug­lýs­ir eft­ir Ein­ari Má Ein­ars­syni. Ein­ar sást síðast í sum­ar­bú­staðahverfi við Kerið í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi.

Ein­ar er 180 cm á hæð og grann­vax­inn. Hann er tal­inn vera klædd­ur í galla­bux­ur og ljósa köfl­ótta skyrtu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Þeir sem upp­lýs­ing­ar um hvar Ein­ar sé að finna eru beðnir um að hafa sam­band í síma 444-2000.