Lýst eftir 16 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ólafi Þóri Guðjónssyni, 16 ára.

Ólafur er grannvaxinn og 175 sm á hæð. Ekki er vitað um klæðaburð. Síðast er vitað um ferðir hans í Kópavogi þann 7. október sl.

Líkur eru á því að hann geti verið á Selfossi.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ólafs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.