Lýsing sem vekur athygli og gleði

Í kvöld var kveikt á skrautlýsingu á trjám við Austurveg 32 á Selfossi en verkfræðistofan Verkís gefur sveitarfélaginu lýsingarbúnaðinn í tilefni af 80 ára afmæli stofunnar.

Ljósin munu lifa út árið en eftir það mun sveitarfélagið geta komið búnaðinum fyrir á öðrum stöðum, þar sem hann er talinn henta. Lýsingin er díóðulýsing, hönnuð af Verkís og lamparnir eru smíðaðir hér á landi.

Verkís hefur á sínum snærum teymi af færustu lýsingarhönnuðum landsins sem hafa hannað samskonar lýsingu í öllum þeim sveitarfélögum þar sem Verkís hefur starfsstöðvar. Er það von fyrirtækisins að lýsingin muni vekja athygli og gleði meðal bæjarbúa.

Notast er við rauða lýsingu þar sem hún hefur minnst áhrif, skaðar ekki líffræðiferla eða hefur áhrif á líkamsklukku, truflar ekki nætursýn og veldur minnstri ljósmengun.

Samhliða þessu var kveikt á sérsakri LED lýsingu í gluggum á skrifstofu Verkís að Austurvegi 10.0

verkis2_lysing130312gk_765689263.jpg
Ari Guðmundsson, útibússtjóri Verkís á Selfossi, afhendir Ara Thorarensen, forseta bæjarstjórnar og Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, lýsingarbúnaðinn að gjöf.

verkis3_lysing130312gk_647457760.jpg
Starfsfólk Verkís á Selfossi ásamt fulltrúum Árborgar og íbúum við Austurveg 32 eftir að kveikt var á ljósunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinSunnlendingar sýna sig í Reykjavík
Næsta greinBlikar knúðu fram sigur í lokin