Lýsi eykur starfsemi sína í Þorlákshöfn

Samþykkt hefur verið að veita Lýsi hf. nýja lóð fyrir lýsistanka á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn.

Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag hafnarsvæðisins er nær m.a. yfir Hafnarskeið 18 og Hafnarskeið 28-30 en nýja lóðin er við hlið núverandi aðstöðu Lýsis.

Að sögn Indriða Kristinssonar hafnarstjóra hefur Lýsi verið að auka starfsemi sína í Þorlákshöfn og hefur undanfarið skipað upp fiskiolíu þar.