Lýsa vanþóknun á vinnubrögðunum

Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu mótmælir harðlega þeirri skerðingu á heilbrigðisþjónustu sem tilkynnt hefur verið um vegna hagræðingaraðgerða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í bókun á fundi nefndarinnar í síðustu viku lýsir nefndin vanþóknun á því að ekki hafi verið haft samráð við heimamenn áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Jafnframt er lýst miklum áhyggjum vegna þeirra áhrifa sem lokun heilsugæslustöðvarinnar á Hellu mun hafa á þjónustu við íbúanna.

Félagsmálanefnd fullyrðir að með þessari ákvörðun sé horfið marga áratugi aftur í tímann með velferðarþjónustu á Suðurlandi.

Fyrri greinÆtla að kaupa Úlfljótsvatn
Næsta greinTveir teknir ölvaðir á sama bílnum