Lyngdalsheiðin vinsæl til hraðaksturs

Lögreglan á Selfossi segir talsvert um hraðakstur á Lyngdalsheiði og svo virðist sem ökumenn telji sig geti ekið þar yfir hámarkshraða sökum þess hversu sjaldan lögregla sé þar við eftirlit.

Lögreglumaður sem Sunnlenska ræddi við segir talsvert um að ökumenn séu þar teknir á um 140 til 150 km. hraða á klukkustund. Um síðustu helgi var ökumaður tekinn þar á ofsahraða, mældist á 185 km/klst hraða.

„Það eru tölur sem við sjáum ekki oft, en þó á nokkurra ára fresti. Kannski er sýnileiki okkar þarna ekki nægilegur.“

Talsverð umferð er á veginum enda vinsælir áfangastaðir ferðamanna bæði austan og vestan megin hans. Eftir því sem lögreglan segir hafa íbúar á Laugarvatni einnig nokkrar áhyggjur af hraðaksri innan Laugarvatns, sem jafnframt megi rekja til þess hvað lögreglan er fáliðuð.

Fyrri greinVel heppnað gæðingamót Smára
Næsta greinFeðgar í landsliði Íslands