Lyngdalsheiði ófær vegna hálku

Vegagerðin varar við flughálku á öllum leiðum í kringum Þingvallavatn og ófært á Lyngdalsheiði vegna hálku og óveðurs.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. Flughálka er á Krýsuvíkurvegi og nokkrum vegum í kringum Hvolsvöll.