Lyngdalsheiði lokuð

Búið er að loka veginum yfir Lyngdalsheiði vegna veðurs. Mosfellsheiði er sömuleiðis lokuð.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi og skafrenningur og slæmt skyggni á fjallvegum.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er mjög hvasst undir Eyjafjöllum og nokkur hætta á að veginum þar verði lokað aftur í kvöld.

Sunnan Vatnajökuls hvessir aftur með kvöldinu og með hviðum 40-45 m/s einkum frá Breiðamerkursandi og austur á Austfirði. Eins allt að 35 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Veður skánar nánast ekkert á morgun.

Fyrri greinEldvarnaátakið opnað í Sunnulækjarskóla
Næsta greinFSu tapaði gegn toppliðinu