Lýðheilsuganga á Laugalandi

Frá lýðheilsugöngu 2018 þegar gengið var á Gíslholtsfjall.

Rangárþing ytra tekur þátt í lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands í september. Göngurnar eru fyrir alla fjölskylduna og eru á miðvikudögum kl. 17:30.

Fyrsta gangan er í dag og hefst hún við sundlaugina á Laugalandi í Holtum. Þaðan er gengin merkt gönguleið í skógræktarreit Umf. Ingólfs í landi Nefsholts 1.

Göngustjóri er Engilbert Olgeirsson og eru allir velkomnir í gönguna.

Fyrri greinÖkumaður og farþegi handteknir eftir ákeyrslu
Næsta greinMargir nota Ferðagjöfina á Suðurlandi