Lýðræðisbúðir á Sólheimum

Í gær lauk á Sólheimum í Grímsnesi vikulöngu námskeiði fyrir ungt fólk í Evrópu um þátttöku í lýðræðislegu samfélagi.

Sesseljuhús í samstarfi við Hlín Rafnsdóttur hlaut styrk frá Evrópu unga fólksins til að koma þessu námskeiði á laggirnar. Sesseljuhús er í samstarfi við samtök frá þremur löndum og voru þátttakendur 29 manns frá Íslandi, Kosovo, Serbíu og Póllandi.

Námskeiðið fór fram í Sesseljuhúsi en einnig fór unga fólkið á Þingvöll, Gullfoss og Geysi og í Bláa Lónið og voru þau mjög ánægð með dvölina á Sólheimum.

Námskeiðið heppnaðist mjög vel og er stefnan að halda fleiri námskeið með þessu sniði í framtíðinni á Sólheimum.

Fyrri greinBragðdauft jafntefli á Hvolsvelli
Næsta greinBlómasirkus í Hveragerði um helgina