Lýðháskólanemendur fá styrk

Norræna félagið á Selfossi aðstoðar fólk sem hyggst stunda nám við lýðháskóla á Norðurlöndum skólaárið 2011-2012.

Þorlákur H. Helgason, formaður Norræna félagsins á Selfossi, segir að hægt sé að sækja um styrki til dvalar. Reynt verður að styrkja alla umsækjendur en upphæðin miðast við fjölda umsækjenda og því er ekki mögulegt að staðfesta hana að sinni.

Umsóknareyðublöð má nálgast hjá Norræna félaginu á skrifstofu félagsins í Reykjavík og rennur umsóknarfrestur út þann 1. júlí nk.