Lúðrablástur milli Þorlákshafnar og Hveragerðis

Lúðrasveit Hveragerðis ætlar að marsera frá Þorlákshöfn til Hveragerðis á morgun og safna áheitum til fjáröflunar fyrir sveitina.

Lagt verður af stað frá Grunnskóla Þorlákshafnar kl . 10. Í góðum skóm og með loft í lungum ætlar lúðrasveitin að spila alla leiðina sem telur um 20 kílómetra.

Í Lúðrasveit Þorlákshafnar eru nú 43 meðlimir og hefur sveitin aldrei verið stærri og öflugri. Spilað verður í nokkrum hópum í göngunni og ætlar rúta frá Guðmundi Tyrfingssyni og bílstjórinn Þórður Njálsson að vera sveitinni innan handar.

Þar sem um fjáröflun fyrir Lúðrasveitina er að ræða þarf sveitin á aðstoð lesenda að halda en áheitaskráning er í fullum gangi og er tekið við henni hjá Helgu Halldórs í síma 483-3373 og 862-0940 og hjá Kötu Hannesar í gegnum tölvupóstfangið katrinoskh@gmail.com .

Þess má til gamans geta að Lúðrasveitin tekur að sér ýmis tónlistartengd verkefni svo sem stórafmæli, brúðkaup, fermingar eða hvað eina sem fólki dettur í hug. Þá vill sveitin senda Hannesi Sigurðssyni milljón knús og kossa fyrir dásamlegan styrk til kaupa á nýrri piccoloflautu fyrir skömmu.

Fyrri greinSkólaárið tíu dögum styttra
Næsta greinÁrni skráði sig fyrstur