Fréttir Lóusöngur á Bakkanum 5. mars 2012 22:10 Farfuglarnir eru farnir að tínast til landsins og á vefnum fuglar.is segir frá því að heyrst hafi í heiðlóu ofan við hesthúsahverfið við Eyrarbakka í gær, sunnudag. Þá sást einnig tjaldur við Eyrarbakka á föstudaginn sem líklegast var nýkominn.