Lottóvinningar á Suðurland

Enginn var með fimm rétta í Lottóinu í kvöld en tveir góðir vinningsmiðar voru seldir á Suðurlandi.

Einn var með fjóra rétta og bónus og var sá miði seldur í Olís á Hellu. Vinningsupphæðin var rúmar 283 þúsund krónur.

Þá voru þrír með fjóra rétta í Jókernum og fá í sinn hlut 100 þúsund krónur. Einn þessara miða var seldur í Snælandi á Selfossi.

Lottótölur kvöldsins voru, 4, 10, 16, 23 og 39 og bónustalan var 20.

Fyrsti vinningur var rúmar 16,3 milljónir og bætist sú upphæð við fyrsta vinning í næstu viku.