Losuðu fasta bíla

Björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða lögreglu við lokun Hellisheiðar og Þrengsla. Lítið var um hjálparbeiðnir til lögreglu.

Lítið var um hjálparbeiðnir til lögreglunnar á Selfossi þrátt fyrir að vegurinn yfir fjallið væri lokaður en fólk virðist hafa sleppt því að leggja á fjallið vegna veðurs að sögn lögreglu.

Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn var kölluð út vegna fastra bíla og Björg á Eyrarbakka aðstoðaði mann sem var með bilaðan bíl fyrir utan þorpið.